歌词
Þegar dagsbirtan virðist örmagna
Og hún sefur út heilu dagana
Frosnar bílrúður, hálar gangstéttir ,
snjórinn fýkur um, sest í skaflana.
Þá finn ég í því huggun að þurfa ekk’ að fara út
Og finn mér gott teppi, helli upp á kaffi, hlusta á hroturnar í hundinum
Úti sé ég kuldagallabörn
Bíða úti á næstu stoppustöð
Snjótittlinga að kroppa í garðinum
Ferðamenn í þykkum dúnúlpum
Og það er eitthvað alveg sérstakt sem
Sameinar þau öll
Þau bíða eftir jólunum alveg eins og ég
Þegar klukkan loks slær sex
fellur á kyrrð, enginn kvíði, ekkert stress
Frá amstrinu finnum skjól
Hægist á tímanum allt verður hljótt
Ég þarf enga gjöf í ár
Þetta er nóg fyrir mig
Nú er klukkan orðin sex
Ég bið bara um rólegheitin
Í desember
Ég stundum gleymi mér
og gef mér allt
Of lítinn frest
Í skylduverk
Sem bara hrannast upp
Og angra mig
Í bílamergð
Ég ligg á flautunni
En síðan ranka ég við mér
Þrátt fyrir allt
Þá veit ég sama hvað
Það koma jól
Þegar klukkan loks slær sex
fellur á kyrrð, enginn kvíði, ekkert stress
Frá amstrinu finnum skjól
Hægist á tímanum allt verður hljótt
Ég þarf enga gjöf í ár
Þetta er nóg fyrir mig
Nú er klukkan orðin sex
Ég bið bara um rólegheitin
专辑信息
1.Ég þarf enga gjöf í ár